Banaslys varð á Suðurlandsvegi þegar vörubifreið valt út af veginum vestan við Vík í Mýrdal um hádegisbil í gær.
Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu fóru á vettvang með búnað til aðstoðar við slökkviliðið í Vík en mikið og gott samstarf er milli þessara tveggja slökkviliða.
Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.