þriðjudagurinn 11. maí 2010

Banaslys í Ingólfsfjalli.

Hér er vettvangur slýsins, vinna á lokastigi.
Hér er vettvangur slýsins, vinna á lokastigi.
1 af 6
Kl. 16.00.06 í gær, mánudag komu boð frá neyðarlínunni um gróðureld í Ingólfsfjalli, vestan við Kögunarhól. Slys hafði orðið rétt áður í fjallinu þar sem svifdreki með einum manni hafði skollið til jarðar með þeim afleiðingum að flugmaðurinn lést. Björgunarsveitir voru kallaðar út og mun púst frá einum bíl björgunarsveitarmanna hafa orðið til þess að kveikja eld í gróðrinum sem fljótt breiddist út upp eftir hlíðinni. Reykur frá eldinum gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Slökkviliði Hveragerðisbæjar unnu saman að því að slökkva gróðureldinn. Gekk starfið vel en erfitt var að koma slökkvivatni um grýtta hlíðina.
Sérstakar, léttar sinuslöngur frá BÁ sem komið er fyrir á háþrýstingskerfi slökkvibílanna komu að góðum notum. Slökkvistarf laug um kl. 19.30.
Myndir á vettvangi tók Magnús Hlynur.