mánudagurinn 26. september 2011

Bílbrunar geta verið öflugir.

Bílbruni kemur öðru hvoru upp. Oftast kemur eldur upp í bílum sem hafa staðið lengi á ákveðnum stað og það kveiknar í þeim af ókunnum ástæðum. Sjaldnar kemur upp eldur í bílum sem eru notaðir að staðaldri.
Ef bíll sem brennur stendur upp við hús, þá geta afleiðingarnar orðið alvarlegri en bara bílbruninn.
Hér til hliðar eru myndir sem fréttamaður Sunnlenska fréttablaðsins tók af einum bílbrunanum sem varð á Selfossi í sumar.
Sést vel hvað um er rætt varðandi frekara tjón ef eldur læsir sig í húsnæði.