Pétur Pétursson fimmtudagurinn 17. nóvember 2016

Bílslys á Hellisheiði 16.11.2016

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði voru kallaðir út um klukkan hálf eitt í gærdag vegna áreksturs tveggja bíla á Hellisheiði. 

Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná fólki út en olíu þurfti að hreinsa af veginum og koma í veg fyrir frekara mengunartjón. 

Vetraaðstæður voru á heiðinni, snjór og hálka. Í aðstæðum sem þessum getur verið bæði erfitt og hættulegt fyrir björgunaraðila að athafna sig vegna færis og aðvífandi umferðar. 

Ökumenn bílanna voru fluttir með sjúkrabílum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á sjúkrahús til nánari skoðunar.