þriðjudagurinn 3. janúar 2017

Bílslys á Suðurlandsvegi  02.01.2017  

1 af 3

 

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út í gærmorgun (2.jan) vegna tankbíls sem hafði oltið á Suðurlandsvegi milli Kjartansstaða og Bitru um klukkan hálf ellefu. 

Bílstjórinn var til allra lukku ekki mikið slasaður en beita þurfti klippum til að ná honum út. Úti var rigning, vindur og hiti um tvær gráður og því gott að koma hinum slasaða sem fyrst í skjól.  

Bíllinn var illa farinn og lokaði Suðurlandsveginum ásamt því að töluverð mjólk og olía láku úr honum. Brunavarnir sinntu hreinsun á staðnum bæði að ná upp sem mestu af olíunni og braki frá bílnum.  

Lögreglan á Suðurlandi lokaði veginum í um það bil tvær klukkustundir á meðan á björgunarstarfinu stóð.  

Bíllinn var óökuhæfur og þurfti að flytja hann af vettvangi á vöruflutningabíl með aðstoð kranabíls. 

Sjúkraflutningamenn frá HSu fluttu bílstjórann á sjúkrahús til frekari rannsókna.