Pétur Pétursson þriðjudagurinn 17. janúar 2017

Bílvelta á Hellisheið 16.1.2017

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði voru boðaðir út rétt fyrir klukkan 18:00 síðdegis í gær vegna bílveltu ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum. 

Vetraraðstæður voru á vettvangi, hálka og snjór. Ökumaður bifreiðarinnar virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni sökum aðstæðna með þeim afleiðingum að hann lenti utanvega og fór eina veltu. Tvennt var í bílnum, karl og kona sem þörfnuðust þau aðstoðar við að komast út úr bílnum. Ekki þurfti þó að beita klippum slökkviliðsins. 

Slökkviliðsmenn hreinsuðu upp brak og önnur mengandi efni frá bílflakinu eftir að sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fluttu fólkið til nánari skoðunar.