Pétur Pétursson miðvikudagurinn 14. október 2015

Bílvelta á Skeiðavegi í nótt 13.10.2015

1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Flúðum og Selfossi brugðust við útkalli á tólfta tímanum síðastliðna nótt vegna bílveltu á Skeiðavegi skammt frá Skálholtsafleggjara. Mikil hálka var á vegum á svæðinu vegna ísingar en raki var í lofti og frost. Svo virðist sem ökumaður bifreiðarinnar hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna ísingarinnar með þeim afleiðingum að hún hafnaði á hvolfi utanvegar.

Fimm voru í bifreiðinni og voru þeir allir fluttir á sjúkrahús Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands á Selfossi til skoðunar. Fjórir komust út af sjálfsdáðum en einn þurfti aðstoð slökkviliðmanna við að komast út. Samkvæmt þeim upplýsingum sem slökkviliðið hefur urðu ekki teljandi meiðsl á fólki í slysinu.