Bílvelta varð á Skeiðavegi í gær skammt frá Skeiðaréttum. Um var að ræða jeppabifreið sem valt eina veltu en ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni sökum hálku. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliðseiningu Brunavarna Árnessýslu á Flúðum voru boðaðir á vettvang með klippubúnað auk lögreglu og sjúkraflutningamanna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar með sjúkrabifreið eftir að hafa verið hjálpað út úr flakinu af slökkviliðsmönnum.