mánudagurinn 17. ágúst 2015

Bílvelta í Kömbum

Myndin er ekki af bílnum sem um ræðir í fréttinni hér til hliðar.
Myndin er ekki af bílnum sem um ræðir í fréttinni hér til hliðar.

13. ágúst s.l. (fimmtudag) fékk slökkvilið Brunavarna Árnessýslu boð um að bíll hefði farið útaf í Kömbum og einn aðili fastur í bílnum.

Slökkviliðið var beðið um að mæta á staðinn með klippubúnað.

Liðsmenn BÁ frá Hveragerði fóru á staðinn. Um var að ræða lítinn fólksbíl og einn aðili í bílnum. Bíllinn hafði farið eina veltu og hafnaði á hliðinni. Ökumaðurinn komst ekki út úr bílnum.

Við skoðun kom í ljós að mögulegt væri að velta bílnum á hjólin og freista þess að ná honum út.

Sjúkraflutningsmenn fóru inn í bílinn og komu ökumanninum þannig fyrir með búnaði sínum að ekki yrði um frekari skaða að ræða þótt hreyft væri við bílnum.

Allt gekk að  óskum og ekki þurfti að klippa bílinn til að losa um ökumanninn sem var síðan fluttur til Reykjavíkur til  frekari skoðunar.

Síðustu fréttir herma að betur fór en á horfðist.

Ekki er vitað um tildrög þess að ökumaðurinn ók útaf veginum rétt ofan við eitt vegrið sem er á þessari.  Hann var á leið til Reykjavíkur.