þriðjudagurinn 29. júlí 2014

Bílvelta í Ölfusi

Myndir: Þórir Tryggvason
Myndir: Þórir Tryggvason
1 af 3

25 júlí s.l. kom útkall kl. 13.06 þar sem bílslys hafði orðið við Hvamm í Ölfusi. Ökumaður fólksbifreiðar  missti stjórn á bíl sínum og hafnaði úti í skurði.

Ástæða slyssins eru ekki ljós en bíllinn var á leið norður Hvammsveg við Efstaland.
Bíllinn fór útaf veginum og endaði í skurði áður en hann stöðvaðist.

Ökumaður  var einn í bílnum.
Þurftu slökkviliðsmenn að beita klippum til þess að hægt væri að ná honum út úr bílnum.
Meiðsli eru ekki talin alvarleg.