Bílvelta varð síðastliðinn föstudag við vegamót Biskupstungnabrautar og Reykjavegar. Fimm ungmenni voru í bifreiðinni á leið heim úr skóla en engin alvarleg meiðsl urðu á þeim vegna atburðarins.
Skömmu eftir að bifreiðinn valt kom upp eldur í henni sem breiddist hratt út. Það vildi ungmennunum til happs að engin festist í bifreiðinni en hún hafði lent í skurði.
Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Reykholti voru fyrstir á staðinn og réðu þeir niðurlögum eldsins. Þeim til aðstoðar komu einnig slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá starfsstöðinni á Flúðum.