mánudagurinn 7. júní 2010

Bílvelta og sinueldur

Í gær (sunnudag) sennipart dags, kom útkall til slökkviliðsins þess efnis að bíll hefði farið a.m.k. tvær veltur á veginum við Eyrarbakka og hafnað utan vegar. Tveir menn hefðu verið í bílnum. Eldur kom upp í honum sem varð þess valdandi að út braust sinueldur.
Ekki reyndust mennirnir mikið slasaðir og komust þeir fljótt undir læknishendur.
Greiðlega gekk að slökkva sinueldinn.
Myndir: Magnús Hlynur.