mánudagurinn 16. mars 2009

Bílvelta við Seyðishóla Grímsnesi

Viðbragðaðilar komnir á slysstað. Myndir; Magnús Hlynur
Viðbragðaðilar komnir á slysstað. Myndir; Magnús Hlynur
1 af 7
Bílvelta við Seyðishóla Grímsnesi

S.l. föstudag, kl. 16.14 fékk slökkviliðið útkall þar sem tilkynnt var að bíll hefði oltið á veginum við Seyðishóla í Grímsnesi.
Einn væri í bílnum og þyrfti að losa hann úr bílnum.
Klippubíll BÁ ásamt sjö slökkviliðsmönnum fóru á staðinn og hófu vinnu ásamt sjúkraflutningsmönnum við að losa bílstjórann úr bílnum.
Nýrri aðferð var beitt, þ.e.a.s. bíllinn var á hvolfi en sjúklingur var stilltur af þannig að hann hlyti ekki skaða af þegar bílnum var snúið á götunni þannig að bíllinn stóð á hjólunum þegar slökkviliðsmenn klipptu sjúklinginn út úr bílnum.
Spil klippubílsins var notað til að snúa bílnum ásamt handafli þeirra sem voru á staðnum.
Allt gekk vel og sjúklingur fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík.
Um höfuðáverka var að ræða.
Líðan eftir atvikum.