föstudagurinn 15. júní 2012

Björgunarmiðstöðin á Selfossi vígð

Hér er Björgunarmiðstöðin á Sefossi í byggingu. Sjúkrahús Suðurlands er næsta hús við stöðina.
Hér er Björgunarmiðstöðin á Sefossi í byggingu. Sjúkrahús Suðurlands er næsta hús við stöðina.
Í dag, föstudaginn 15. júní 2012 verður nýja húsið við Árveg á Selfossi sem nefnt hefur verið "Björgunarmiðstöðin á Selfossi" vígð með "pomp & pragt"
Boðið er til þessarar vígslu öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu sem og viðbragðsaðilum víða af landinu.
Sveitarstjórnarfólk og starfsmenn ríkisins eru væntanlegir sem og margir aðrir sem tengjast þeim aðilum sem koma til með að starfa í húsinu næstu áratugi.
Þeir eru : Brunavarnir Árnessýslu, Björgunarfélag Árborgar og Heilsustofnun Suðurlands.
Vígslustjóri verður Óskar H. Óskarsson sóknarprestur á Selfossi.

Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní n.k. er öllum sem áhuga hafa boðið að skoða Björgunarmiðstöðina á Selfossi frá kl. 10.00 til 12.00