Brunavarnir Árnessýslu sendu boð á alla formenn björgunarsveita í Árnessýslu um að félagsmönnum þeirra væri boðið á slökkvitækjanámskeið hjá Brunavörnum Árnessýslu í gærkvöldi sem haldið var í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. 

Rúmlega 30 björgunarsveitamenn mættu á námskeiðið sem var virkilega ánægjulegt. 

Það er mat okkar hjá Brunavörnum að það sé mikilvægt að okkar öfluga björgunarsveitafólk hafi kunnáttu í notkun slökkvitækja og eldvarnateppa komi til þess að þeim þurfi að beita. Innan skamms fer í hönd flugeldasala og því mikilvægt að allir séu klári að bregðast við á þeim vettvangi sem öðrum skapist þær aðstæður að grípa þurfi inní.