Brunavarnir Árnessýslu höfðu samband við formenn allra björgunarsveita í Árnessýslu og buðu þeim að senda björgunarfólk á slökkvitækja námskeið til að viðhalda færni sinni og auka kunnátti í viðbrögðum við eldsvoðum.

Nú líður að áramótum og fer þá sala á flugeldum á fullt skrið há björgunarsveitunum. Vildum við hjá BÁ styðja við björgunarsveitirnar á þennan hátt til þess að stuðla að auknu öryggi björgunarveitarmanna í sínum störfum og til að stuðla að auknu öryggi hvað brunavarnir varðar í Árnessýslu.

Formenn björgunarsveitanna tóku vel í boðið enda vanir því úr sínu starfi að fræðsla sé ein af bestu forvörnum sem hægt er að framkvæma.

Það er skemmst frá því að segja að björgunarsveitarmenn tóku vel í boðið og mætti vaskur hópur þeirra til þjálfunar. Verkefnin voru leyst með bros á vör að vanda en meðfylgjandi myndir tala sínu máli.