Unna Björg Ögmundsdóttir þriðjudagurinn 11. desember 2012

Bláljósajólaball

Létt upphitun áður en dansað var í kringum jólatréð
Létt upphitun áður en dansað var í kringum jólatréð
1 af 3
Laugardaginn 8. desember sl. stóð Starfsmannafélag Brunavarna Árnessýslu fyrir árlegu jólaballi í Björgunarmiðstöðinni. Öllu "bláljósaliði" á Selfossi og nágrenni var boðið að koma með fjölskyldur sínar á ballið, þ.e. slökkviliðsmönnum BÁ, starfsmönnum sjúkraflutninga H.Su, liðsmönnum lögreglunnar á Selfossi og Björgunarfélags Árborgar.
Jón "Skeiðungur" hélt uppi stuði fyrir börnin og Skyrgámur kíkti í heimsókn.
Allir sem komu voru sammála um að þetta var vel heppnað og á stjórn Starfsmannafélagsins heiður skilið fyrir framkvæmdina.
Greinilegt er að miklar annir eru hjá fólki í undirbúningi jólanna en vonandi sjá fleiri sér fært að mæta að ári.