þriðjudagurinn 28. júlí 2015

Bleikur og „bjútífúll“

1 af 2

Bleikur og „bjútífúll“ hjálmur

Í 120 manna starfsliði Brunavarna Árnessýslu er aðeins ein kona, Unna Björg Ögmundsdóttir.

Unna starfar m.a. sem bókari og launafulltrúi með aðsetur á slökkvistöðinni á Selfossi.

Hún hefur verið í sumarfríi undanfarnar vikur og því afar leiðinlegt á skrifstofunni.

Karlahlunkarnir horfa á hvorn annan og finnst hver um sig ekkert augayndi.

Í morgun mætti Unna til að fara yfir launapakkann fyrir mánaðarmót.

Það heldur lifnaði yfir liðinu á stöðinni og í gleði sinni gáfu karlarnir Unnu glæsilegan slökkvihjálm þannig að nú er hún fær í að gera allt á slökkvistöðinni.