
Boð bárust um að reyk legði frá Austurvegi 21, á Selfossi 20.9.2016
Boð bárust til Neyðarlínu um að reyk legði frá húseigninni við Austurveg 21 á Selfossi, um hálf ellefu í gærkvöldi. Boðin bárust frá vegfaranda er átti þarna leið um. Við nánari skoðun Slökkviliðsmanna Brunavarna Árnessýslu kom í ljós að þarna höfðu erlendir ferðamenn lagt gistibifreið sinni og voru að gera sig líklega til eldamennsku. Verið var að kveikja upp í kolagrilli en eitthvað gekk það illa og lagði mikinn reyk frá grillinu.
Málið var því leyst á staðnum án inngripa slökkviliðs.