Frétt tekin af vef Brunamálastofnunar
Elísabet Pálmadóttir, Sviðsstjóri Slökkviliðasviðs Brunamálastofnunar, hefur beðist undan því að sinna starfi Skólastjóra Brunamálaskólans. Þessi ósk hennar hefur legið fyrir í nokkurn tíma og mun Björn Karlsson, brunamálastjóri, sinna skyldum skólastjóra þar til Skólaráð ákveður annað. Honum til aðstoðar verða Bernhard Jóhannesson og Pétur Valdimarsson. Pétur er mjög vel kunnugur allri innri skjalastjórnun, gerð námskeiðsáætlana og ýmsu öðru starfi sem varðar skólann. Bernhard mun, eins og áður, starfa við undirbúning og framkvæmd ýmissa námskeiða skólans. Með hjálp Bernhards og Péturs telur brunamálastjóri sig geta tekið við skyldum skólastjóra í takmarkaðan tíma. Elísabet mun áfram starfa sem Sviðsstjóri Slökkviliðasviðs við stofnunina, hún hefur einnig sinnt gæðamálum og ýmsu innra starfi stofnunarinnar og margskonar mikilvægum stjórnsýsluerindum. Á þeim starfsvettvangi er meira en nóg að gera. Mjög miklar framfarir hafa orðið í skólamálum undanfarin ár hvað varðar námsefni, fjölda námskeiða og fast aðsetur skólans. Margir hafa lagt hönd á plóginn, en við passandi tækifæri mun Elísabetu Pálmadóttur verða þakkað fyrir hennar mikla þátt í þessum framförum.