Stórglæsilegur hópur slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu og úr Rangárvallasýslu bættu við þekkingu sína um síðustu helgi 1-3.apríl, er þeir tóku svokallað námskeið fjögur hjá Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunnar.

Á námskeiðinu er áhersla lögð á viðbragð við eiturefnaslysum, almenn björgunarstörf og sérstakar aðstæður sem slökkviliðsmenn geta mætt við störf sín.

Námskeiðið var í alla staði gagnlegt og vel heppnað. Ómetanleg vermæti fyrir Brunavarnir Árnessýslu og íbúa sýslunnar að fá þennan þekkingarauka inní raðir slökkviliðsmanna okkar en fyrir hafa 61 af slökkviliðsmönnum Brunavarna Árnessýslu tekið þetta námskeið. Eins og staðan er í dag þá hafa 72 af 118 starfandi slökkviliðsmönnum BÁ lokið námskeiði fjögur hjá Brunamálaskóla MVS.

Vel gert :)