þriðjudagurinn 16. september 2008

Brunamálaskólinn á Suðurlandi

Úr myndasafni BR
Úr myndasafni BR
 Brunamálaskólinn hélt námskeið í Þorlákshöfn um síðustu helgi  (12.-14. 09.2008)   fyrir slökkviliðsmenn á Suðurlandi.

Námskeiðið er annað af fimm námskeiðum sem slökkviliðsmenn þurfa að sækja til að öðlast full réttindi.  
Þrír slökkviliðsmenn frá BÁ sóttu námskeiðið, þeir Birgir Júlíus Sigursteinsson, Guðmundur Rúnar Jónsson og Jóhann Thorlakur M. Sigurðsson

Um er að ræða 30 kennslustunda námskeið, að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til reykköfunar, hafa þekkingu á þróun innanhússbruna og yfirtendrun.