Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi hittust í Hveragerði í Gærkvöldi til þess að æfa björgun fastklemmdra. Nú nálgast vorið og tími til kominn fyrir slökkviliðsmennina okkar að skerpa á færni sinni í klippufræðum en álag í slíkum útköllum á það til að aukast bæði vor og haust á starfssvæði okkar. Nokkur bílflök voru klippt þar sem ýmsum útfærslum af klipputækni var beitt auk þess sem vinna með lyftipúða var æfð en með þeim má lyfta þungu fargi þegar á þarf að halda.

Að vanda gekk æfingin vel, mikið var diskúterað um útfærslur og vinnubrögð en landspólitíkin var geymd fyrir annan vettvang.