Flutningur hafinn frá þeirri gömlu
Flutningur hafinn frá þeirri gömlu
1 af 13

S.l. þriðjudagskvöld, 28.6.2011 fluttu slökkviliðsmenn BÁ bíla liðsins og slökkvigalla úr gömlu slökkvistöðinni við Austurveg 52 á Selfossi, yfir í nýja slökkvistöð við Árveg 1 Selfossi.

Fyrir höfðu slökkviliðsmenn unnið að flutningi á búnaði liðsins og skrifstofum.

Athöfnin var framkvæmd með smá uppákomu sem fólst í því að aka um Selfossbæ og þeyta sírennur og flagga þjóðfánanum, slökkviliðsmenn úr Árnessýslu óku bílunum.

Nýja stöðin stendur við Ölfusá, á suður bakka hennar. Næstu nágrannar eru lögreglan og Sjúkrahús Suðurlands.

Björgunarmiðstöðin á Selfossi heitir húsið sem hýsir slökkviliðið ásamt björgunarsveitarmönnum og sjúkraflutningsmönnum.

Sveitarfélagið Árborg á húsið.

Með þessum tímamótum líkur átta ára bið eftir nýrri slökkvistöð á Selfossi, slökkviliðsmenn hafa sýnt ótrúlega biðlund þau ár sem ferlið hefur tekið.

Biðin er þess virði því húsið er hið glæsilegasta og rúmar menn og tæki mjög vel.

Nýja stöðin á Selfossi verður höfuð stöð liðsins. Brunavarnir Árnessýslu reka einnig stöðvar víða í sýslunni, stöðvar eru á Stokkseyri-Þorlákshöfn-Hveragerði-Laugarvatni-Reykholti og í Árnesi.

Slökkviliðsmenn eru u.þ.b. 100 talsins.

Brunavarnir Árnessýslu hafa fengið nýtt símanúmer sem er: 4-800-900

Netfang: ba@babubabu.is.

Myndir með fréttinni tók Magnús Hlynur og Kei.