Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu heimsóttu leikskólann Æskukot á Stokkseyri mánudaginn 24 október. Farið var yfir Loga og Glóð verkefnið með krökkunum auk þess sem rýmingaræfing var framkvæmd í skólanum. 

Alltaf gaman að hitta unga og áhugasama krakka sem svo sannarlega hafa margt til málanna að leggja.