Brunavarnir Árnessýslu hafa tekið í notkun nýjan búnað til slökkvitækja kennslu. Búnaðurinn notar gas sem eldgjafa en áður hefur dísilolía verið notuð til þessara verka með tilheyrandi mengun. 

Búnaðurinn er einfaldur í notkun fyrir leiðbeinandann, mengar mun minna auk þess sem minna af slökkviefni þarf til kennslunnar sem aftur leiðir til minni óþrifa og mengunar.