Oddviti Hrumanannahrepps, Ragnar Magnússon og slökkviliðsstjóri BÁ, Kristján Einarsson skrifa hér undir yfirlýsingu um inngöngu Hrunamanna í Brunavarnir Árnessýslu frá og með 1.1.2013.
Oddviti Hrumanannahrepps, Ragnar Magnússon og slökkviliðsstjóri BÁ, Kristján Einarsson skrifa hér undir yfirlýsingu um inngöngu Hrunamanna í Brunavarnir Árnessýslu frá og með 1.1.2013.
1 af 4
Kl. 24.01 á nýársdag gengur slökkvilið Hrunamannahrepps til liðs við Brunavarnir Árnessýslu.
Með þeim gjörningi eru öll slökkvilið í Árnessýslu undir merkjum BÁ.


S.l. föstudag var skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að Slökkvilið Hrunamannahrepps sameinist Brunavörnum Árnessýslu um áramótin.
Brunavarnir buðu til kynningar á starfsemi BÁ í Hótel Flúðum og komu fjölmargir.
Að lokinni kynningu var skrifað undir.
Með sameiningunni eru Brunavarnir Árnessýslu eitt sameinað slökkvilið í sýslunni með átta slökkvistöðvar og 120 manna lið.
Fram kom m.a. að nú væri slökkvimáttur sameinaðs liðs mikill með samæfðu liði og tækjakosti sem losar u.þ.b. einn milljarð króna ef kaupa þyrfti búnaðinn í dag.
Á kynningarfundinum var þess getið að 37 ár eru síðan BÁ var stofnað af sveitarstjórnum í neðri hluta sýslunnar.
Eggert Vigfússon var þá ráðinn fyrsti slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Nafnið, Brunavarnir Árnessýslu, var valið á þessum tíma þar sem menn höfðu þá trú að öll liðin sameinuðus fljótlega eftir stofnun BÁ.
Nú, 37 árum síðar varð það að veruleika.
Eggert var gestur kynningarinnar, einnig Hannes Bjarnason, f.v. slökkviliðsstjóri Hrunamanna.
Hann og núverandi slökkviliðsstjóri, Jóhann Marelsson voru leystir út með blómum í lok athafnarinnar frá sveitarstjórn Hrunamanna.
Oddviti Hrunamannahrepps og slökkviliðsstjóri þökkuðu öllum þeim sem komið hafa að slökkviliðsmálum á liðnum árum fyrir hreppinn, kærlega fyrir óeigingjarnt starf.