fimmtudagurinn 22. júlí 2010

Brunavarnir e.t.v á leið í nýtt húsnæði ??

Á fulltrúaráðsfundi BÁ í síðustu viku varð umræða um húsnæðismál BÁ.
Eftirfarandi var bókað um málið: Húsnæðismál BÁ
Formaður kynnti samkomulag innan bæjarstjórnar Árborgar þess efnis að Sveitarfélagið Árborg keypti húsnæði Björgunarmiðstöðvarinnar við Árveg á Selfossi af Íslandsbanka.
Hann greindi frá því að kaup þessi væru háð því að Brunavarnir Árnessýslu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands semdu um leigu á húsnæði á grundvelli þeirra samninga sem gerðir voru á sínum tíma við Björgunarmiðstöð Árborgar ehf.
Umræður urðu um málið og fyrri samning.
Fram kom að eftir var að ganga frá samningi milli þeirra aðila sem ætluðu að
vera í húsnæðinu varðandi sameiginleg rekstrarmál. Þessi mál standa þó ekki í vegi fyrir því að gengið verði frá fyrri skuldbindingum BÁ vegna leigusamnings.

Einnig kom fram að einhverjar breytingar verða á leigusvæðum þar sem Björgunarfélag Árborgar mun ekki ætla sér jafn mikið svæði og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.
Afgreiðsla;

Fulltrúaráð BÁ samþykkir að fela formanni og slökkviliðsstjóra að vinna að leigusamningi við Sveitarfélagið Árborg, á húsnæði undir starfsemi BÁ á grundvelli fyrri samnings við Björgunarmiðstöð Árborgar ehf.