fimmtudagurinn 26. janúar 2012

Bruninn í Eden, stærsti bruni ársins 2011

Eden alelda
Eden alelda
1 af 10
Brunatæknifélag Íslands (http://bti.is/) er félagsskapur tæknimanna og annarra sem koma að byggingum í landinu, hélt s.l. miðvikudag einn morgunverðarfund sinn í fundarsal Hóltel Loftleiða þar sem aðal umræðuefnið voru brunar á Íslandi árið 2011.
Yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunnar , Guðmundur Gunnarsson, fór í upphafi fundar yfir heldstu bruna og sýndi fundarmönnum, sem voru fjölmargir, allmargar glærur þar sem ýmsir áhugaverðir útreikningar komu fram.
Okkar maður, Pétur Pétursson, varaslökkviliðsstjóri BÁ, fór síðan yfir stærsta bruna ársins 2011, brunann í Eden í Hveragerði. Bæði Félag slökkviliðsstjóra (FSÍ) og síðan Brunatæknifélagið hafa ár hvert beðið þá sem lenda í þeim leiða dansi að fá yfir sig stórann bruna, að fara yfir það sem gert var og það sem ekki var gert. Tilgangurinn er að læra af áfallinu og einnig að skoða frekar það sem vel var gert.
Erindi Péturs þótti áhugavert og vel fram sett.
Þar kom m.a. fram að Eden í Hveragerði brann til kaldar kola á aðeins 17 mínútum.
Gríðarlegur eldsmatur var í húsinu sem aðallega samanstóð af plastefnum og timbri.
Hitinn af eldinum var svo mikill að bílar slökkviliðsins skemmdust töluvert áður en tókst að koma þeim lengra frá eldinum.
Algert logn var þegar húsið brann sem gerði það að verkum að ekki þurfti að rýma hús í bænum.
Reykmökkurinn steig 2,5 km. upp til himins.