þriðjudagurinn 6. nóvember 2012

Búðarhálsvirkjun- hornsteinn

Þetta rör er sýnishorn af rennslisröri því sem vatn Búðarhálsvirkjunnar rennur um. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson gekk um rörið á leið sinni að virkjunarhúsinu, sama gerðu þeir félagar Pétur Pétursson og Snorri Baldursson frá Brunavörnum Árnessýslu
Þetta rör er sýnishorn af rennslisröri því sem vatn Búðarhálsvirkjunnar rennur um. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson gekk um rörið á leið sinni að virkjunarhúsinu, sama gerðu þeir félagar Pétur Pétursson og Snorri Baldursson frá Brunavörnum Árnessýslu
Brunavarnir Árnessýslu hafa síðustu ár haft á sinni könnu brunavarnir og brunamál á öllu virkjanasvæði Landsvirkjunnar og Landsnets í Árnes- og Rangárvallasýslu. Töluverð vinna fylgir þessu verkefni sem slökkviliðsmönnum hefur þótt gaman að fást við. Samstarf við virkjanamenn er með ágætum, semstarf sem gefur báðum aðilum mikið.
Um daginn lagði forseti vor, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hornstein að Búðarhálsvirkjun í tengslum við athöfn sem sett var upp að þessu tilefni.
Stjórnendum Brunavarna Árnessýslu var boðið að taka þátt í athöfninni sem tóks vel og var skemmtileg.
Við óskum LV til hamingju með áfangann.