miðvikudagurinn 14. maí 2008

Bygging björgunarmiðstöðvarinnar gengur vel

Björgunarmiðstöðin snemma í byggingarferlinu - Mynd: Þórir Tryggvason
Björgunarmiðstöðin snemma í byggingarferlinu - Mynd: Þórir Tryggvason
1 af 2

Nýja björgunarmiðstöðina rís hratt þessa dagana og er nú er svo komið að búið er að loka húsinu, reisa milliveggi og menn eru byrjaði að flísaleggja skemmurnar. Allir þeir sem vinna að byggingunni leggjast á eitt að geta sýnt hana almenningi þann 17. júní n.k.  Áður voru menn orðinir langeygir eftir því að komast inn í húsið á þessu ári en vonin hefur breyst mikið og lítur svo út að hægt verði að taka húsið formlegaí notkun á áætluðum tíma.

Á dögunum bauð Björgunarfélag Árborgar slökkviliðsmönnum BÁ og sjúkraflutningamönnum hjá HSu að skoða vistarverur sínar svo menn geti áttað sig á hvernig þær koma til með að líta út. Greina mátti spennu há mannskapnum enda löngu tímabært að þessir viðbragðsaðilar komist í viðunandi hús.