Pétur Pétursson föstudagurinn 18. mars 2016

Dæling úr Laugarvatni 17.3.2016

1 af 3

Slökkviliðsmenn á Laugarvatni komu saman í gærkvöldi til þess að æfa dælingu úr Laugarvatni til slökkvistarfa. Vatnið er hið besta forðabúr til slökkvistarfa en allnokkra vegalengd þarf að dæla vatninu til þess að það nýtist. Það er því vissara að æfa þetta og ganga úr skugga um að allt virki rétt og allt sé til staðar þegar á þarf að halda.