Pétur Pétursson föstudagurinn 9. september 2016

Dæluæfing á Flúðum 9.9.2016

1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Flúðum, Reykholti, Selfossi og Hveragerði komu saman í gærkvöldi til æfinga á Flúðum. Þennan mánuðinn eru dæluæfingar hjá BÁ í fyrirrúmi og þá eru menn sérstaklega að æfa notkun flotdæla og lausra dæla með svokölluðu flotsigti. Þessi búnaður gerir mönnum kleyft að nýta vatn úr talsvert grynnri vatnslindum en þegar að hefðbundnum dælubúnaði er beitt, sem getur komið sér afar vel við vissar aðstæður.
Æfingin var gagnleg og góð og alltaf gleðilegt þegar menn frá fleiri en einni stöð ná að æfa saman, samstilla sig og styrkja bræðraböndin.