miðvikudagurinn 24. september 2008

"Dans slökkviliðsmannsins"

Bjarni Ingimarsson
Bjarni Ingimarsson "listdansari" Ljósmynd : Magnús Hlynur.
1 af 2
Mismunandi eru verkefni slökkviliðsmanna og margt er þeim til lista lagt.

Á myndinni dansar einn af slökkviliðsmönnum BÁ lipurlega á þaki bíls sem endaði í skurði upp við Ingólfsfjall eftir að bíllinn dansað út og suður með yfirhleðslu á kerru sem bíllinn var að draga frá einni timbursölunni á Selfossi

Óhapp þetta átti sér stað í fyrra, engin slasaðist alvarlega.

Slökkviliðsmenn unnu við að ná ökumanni út úr bílnum. "Dans" slökkviliðsmannsins kom til að því að myndinni var smellt af í þann mund sem hann ætlaði að stökkva af þaki bílsins yfir á gagnstæðan skurðbakka.