mánudagurinn 8. desember 2008

Einbýlishús á Stokkseyri eyðilagðist mikið

Svona var aðkoman að húsinu, mikill reykur.
Svona var aðkoman að húsinu, mikill reykur.
1 af 2
 

Einbýlishús á Stokkseyri eyðilagðist mikið

 

Föstudaginn 5. desember s.l. kom útkall hjá BÁ þess efnis að íbúðarhúsið að Hásteinsvegi 35 Stokkseyri væri að brenna.  Tilkynningin hljóðaði upp á mikinn eld og reyk.

AAA útkall var hjá BÁ og einnig var kallað eftir aðstoð frá Slökkviliði Þorlákshafnar.

 

Eldur var á ýmsum stöðum í  alrými hússins og mikil hiti í því öllu þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fljótlega tókst að slökkva alla elda.

Húsið er mikið skemmt að innan.

Fólkið sem þar bjó missti mikið af eigum sínum, ef ekki þær allar.

Grunur beinist að kerti, en ekkert er öruggt í þeim efnum.

Rannsókn leiðir hið rétta í ljós.