föstudagurinn 10. september 2010

Einlægur áhugamaður um störf slökkviliðsmenna.

Sjafnar Gunnarsson í miðjunni, Snorri Baldursson t.v. Kristján Einarsson t.h.
Sjafnar Gunnarsson í miðjunni, Snorri Baldursson t.v. Kristján Einarsson t.h.
Hér er vinur okkar Sjafnar Gunnarsson að taka á móti íþróttatösku merkta Brunavörnum Árnessýslu.
Taskan er gjöf til hans frá slökkviliðsmönnum BÁ sem þakklætisvottur fyrir óbilandi áhuga Sjafnars á slökkvistarfi í landinu.
Viðar Arason, formaður starfsmannafélagsins fékk þessa góðu hugmynd að töskunni
Sjafnar hefur sérstaklega tekið til við að kanna orsök og afleiðingar þess þegar Valhöll brann á dögunum. Hann fjárfesti í segulbandi í því skini og hefur tekið nokkur viðtöl við slökkviliðsmenn, bæði frá BÁ og frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis (SHS)
Sjafnar kemur stundum í heimsókn á slökkvistöðina á Selfossi. Tekur þá strætó úr Reykjavík og fer með honum aftur heim tveimur tímum síðar. Hann hefur einnig heimsótt fjölmargar slökkvistöðvar í landinu  og á slökkviliðsmenn að vinum um allt land.