mánudagurinn 27. október 2008

Eldar í jarðgöngum, námskeið í Noregi.

Stjórnendur slökkviliða sem tóku þátt í námskeiðinu.
Stjórnendur slökkviliða sem tóku þátt í námskeiðinu.
1 af 6
 

Námsferð til Noregs

Jarðgöngum hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Það þýðir að stór hluti íslenskra slökkviliða þarf að geta tekist á við elda í jarðgöngum en þar getur verið um að ræða göng með bílaumferð en einnig göng sem tengjast rekstri virkjana.

Núna í október fór 28 manna hópur stjórnenda í slökkviliðum á vegum Brunamálaskólans á námskeið sem haldið var hjá IF sikkerhetssenter í Noregi en þetta var gert með styrk frá Fræðslusjóði brunamála.

IF sikkerhetssenter býður upp á ýmis námskeið fyrir viðbragðsaðila þar á meðal námskeið um viðbrögð við bruna í jarðgöngum. Þeir hafa á sínu æfingasvæði jarðgöng þar sem hægt er að sýna og útskýra þá þætti sem einkenna bruna í jarðgöngum. Mikil ánægja var með námskeiðið og komu menn fróðari til baka.

 

Meðfylgjandi mynd er af þátttakendum námskeiðsins.

 

Heimild: BR