1 af 3

Eldur kom upp í bifreið innandyra á verkstæði í Gagnheiði á selfossi rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Einn maður var við störf á verkstæðinu og var hann að vinna við rafsuðu í botni bifreiðarinnar þegar eldur kom upp í henni. Starfsmaðurinn var búinn að slökkva eldinn er slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu komu á vettvang en eins og myndirnar bera með sér mátti litlu muna að þarna færi enn verr og eldurinn næði að læsa sér í bygginguna sjálfa.