fimmtudagurinn 2. júlí 2009

Eldur á tjaldsvæðinu á Stokkseyri

Af vettvangi. Mynd: Guðmundur Karl
Af vettvangi. Mynd: Guðmundur Karl
1 af 5
Tilkynnt var til Neyðarlínu 1-1-2 um eld í þjónustuhúsum á tjaldstæðinu á Stokkseyri, klukkan rúmlega 20 í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang lokaði töluverður eldur í klæðningu húsanna. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Talið er að einnota grilli hafi verið hent í ruslutunnur sem stóðu upp við húsin með fyrrgreinum afleiðingum.