sunnudagurinn 20. júlí 2008

Eldur að Holti

Tveir reykkafarar ný komnir út úr húsinu
Tveir reykkafarar ný komnir út úr húsinu
1 af 3

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað ut laus eftir klukkan 14:00 eftir að tilkynning barst til Neyðarlínunnar 1-1-2 um að eldur væri laus í íbúðarhúsinu að Holti sem er í Stokkseyrarhrepp. Er slökkvilið kom á vettvang var eldur enn laus á neðstu hæð hússins.

Slökkvilið Þorlákshafnar var einnig boðað út til aðstoðar og komu þeir á vettvang.

Fljotlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en fjórir reykkafarar fóru inn i húsið og slökktu eldinn og tryggðu að enginn væri í húsinu. Talsverðar skemmdir eru vegna brunans þar sem hann kom upp auk reykskemmda í öllu húsinu. Eldsupptök eru ókunn.