Myndin er úr Visi.is Gunnar V. Andrésson ljósmyndasnillingur tók hana.
Myndin er úr Visi.is Gunnar V. Andrésson ljósmyndasnillingur tók hana.
Búkolla brann á Suðurstrandarvegi

Mynd úr safni. MYND/GVA
Eldur kom upp í svokallaðri Búkollu rétt fyrir hádegi í dag á Suðurstrandarvegi við Hlíðarvatn. Búkolla er stærsta gerð af vörubíl og kom eldurinn upp í vélarrúmi tækisins. Slökkviliðið í Þorlákshöfn var kallað á staðinn en vélin var mikið brunnin þegar þá bar að garði.

Talið er að vélin sé ónýt og er um töluvert tjón að ræða þar sem Búkollur eru dýrir gripir. Engin meiðsli urðu á ökumanninum sem náði að forða sér út. Eldsupptök eru ókunn.