Pétur Pétursson þriðjudagurinn 6. október 2015

Eldur í Gaskút í Hveragerði 5.10.2015

Slökkviliðseining Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði var kölluðu út í síðdegis í gær vegna elds í gaskút utandyra.

Þarna var um að ræða 9 kg gaskút sem nota átti utandyra við vinnu á einkalóð. Pakkning hafði farði að leka með þrýstiminnkara með þeim afleiðingum að talsverðan eld lagði upp með krana gaskútsins.

Búið var að slökkva eldinn (skrúfa fyrir kútinn), þegar slökkviliðsmenn mættu á staðinn. Enginn skaði varð vegna tilfellisins.

Myndin með fréttinni er ekki frá vettvangi.