Pétur Pétursson mánudagurinn 9. nóvember 2015

Eldur í Hellisheiðarvirkjun í nótt 9.11.2015

Eldur kom upp í Hellisheiðarvirkjun um tvöleitið í nótt. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Hveragerði og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru boðaðir á vettvang og réðu þeir niðurlögum eldsins. Eldurinn kom upp í rafmótor dælu í skiljuvatnslokahúsi virkjunarinnar sem er stakstætt hús rétt austan við aðalbyggingu Hellisheiðarvirkjunar.

Ekki varð tjón á mannvirkinu sjálfu en skemmdir urðu á dælubúnaðinum auk þess sem þetta gæti haft einhver áhrif á starfsemi virkjunarinnar á næstu dögum.