Mótorinn sem ofhitnaði
Mótorinn sem ofhitnaði
1 af 11
Eldur í Hveragerði (Skoðun á „polyuritan"einingum)
Fyrir nokkru kom upp eldur í verksmiðju í Hveragerði sem nýlega var sett á stofn til framleiðslu á timburkurli.
Kurl þetta er aðallega notað undir hesta.
Starfsmenn Brunamálastofnunar komu s.l. föstudag til að kanna aðstæður og meta eldsupptök.
Eldurinn var ekki mikill, það logaði aðeins í kurlinu sem var í sílói, en mótor í þessu sílói virðist hafa ofhitnað og valdið upphafinu. Hitinn frá eldinum varð aftur á móti gríðarlegur og kom af stað bruna í einingum sem voru í þakinu.
Sílóðið stóð við vegg í húsinu c.a. 1.5 metrar frá þakinu.
Byggingaefni hússins er allt úr „polyuritan" einingum. Um er að ræða einingar frá fyrstu dögum „polyuritan"" eininga á Íslandi. Eldurinn og hitinn varð þess valdandi að á stórum hluta í þakinu eyddist fyllingin að mestu úr einingunum og eftir stóð skænið eitt sem er utanum hverja einingu.
Mikið sót dreifðist um allt húsið og olli miklum skemmdum.
Þakið er einnig mikið skemmt, þ.e.a.s. einnig á þeim stöðum sem eldurinn náði ekki til þar sem hitinn varð þess valdandi að stælingin fór úr einingunum.
Er hér um að ræða þenslumál. Járnið utanum einingarnar og „„polyuritan" frauðið hafa ekki sömu þenslueiginleika og því komu brot í einingarnar sem skemma þær algerlega.

Fulltrúar eldvarnaeftirlits, hvar sem það er á landinu, hafa áhuga á að skoða elda sem verða í einingum af þessari tegund. Kemur það til af því að ekki eru til viðurkenningar á „polyuritan" einingum nema á einni gerð eininga, frá verksmiðjunni á Flúðum. (Reyndar útrunnið í dag)
Varðandi allar aðrar einingar sem fluttar eru inn eða framleiddar hér á landi hefur söluaðili ekki sýnt fram á viðurkenningarvottorð framleiðanda.
Lokaúttekt, þ.e.a.s. útgáfa vottorðs byggingafulltrúa í þeim húsum sem hafa verið reyst án vottaðra eininga eru nánast útilokað.

Það er af þessum sökum sem áhugavert er að skoða bruna í einingum sem eru óþekktar varðandi brunamál. Meta brunann og læra af atvikinu.