Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Austurveg síðastliðinn laugardag.
Þegar Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn höfðu starfsmenn Vélaverkstæðis Þóris slökkt eldinn. Upphafsstaður eldsins var í vegg á verkstæðinu og notuðu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu svokallaðar Innrauðar myndavélar til að staðsetja hvar mesti hitinn var, þar opnuðu þeir vegginn og slökktu í glæðunum.
Betur fór en á horfðist og er það enn og aftur því að þakka að á staðnum er öflugt brunaviðvörunarkerfi og því var hægt að bregðast svo fljótt við.