Vegfarendur tilkynntu Neyðarlínu 112 um að talsverður eldur væri við bæ einn í Ölfusi síðastliðið mánudagskvöld.
Myrkur var orðið og mikinn bjarma stafaði af eldinum sem sást langar leiðir. Eðlilega hugsa vegfarendur að þarna gæti hafa farið illa og kalla eftir hjálp fyrir þann sem í vanda gæti verið staddur.
Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu voru kallaðir út og lögðu af stað til þess að sinna slökkvistörfum og miðað við lýsingu var ekki ólíklegt að þarna væri um eld í húsi að ræða.
Fljótlega eftir að slökkviliðsmenn voru lagðir af stað kom í ljós að þarna var ekki um eld í byggingu að ræða heldur var aðili að brenna rusli.
Og þá spyr fólk sig “er það bara í lagi”?
Og stutta svarið við því er, nei, það er ekki í lagi.
Í lögum nr. 40 frá árinu 2015 segir skýrt í annarri grein að “opin brenna úrgangs sé óheimil”. Þó er heimilt að brenna bálköst sé hann undir einum rúmmetra. Hins vegar þarf að fá leyfi fyrir brennunni ef hún stendur lengur yfir en í eina klukkustund samkvæmt reglugerð nr.325 frá árinu 2016.
Það gefur því auga leið að einungis má brenna hreinu timbri í bálkesti undir einum rúmmetra sem logar ekki lengur í en eina klukkustund. Að sjálfsögðu þarf síðan að gæta fyllstu varúðar þannig að eldurinn geti ekki breytt úr sér.
Ruslið sem þessi aðila var að brenna var einungis timbur en magnið var talsvert yfir því magni sem má brenna í einu og útskýrir það hve mikinn bjarma stafaði var af eldinum.
Ætli maður sér að brenna bálköst í myrkri þar sem til sést langar leiðir er sjálfsögð kurteisi að láta vita hjá viðkomandi slökkviliði eða lögreglu hvað standi til. Það kemur að öllum líkindum í veg fyrir að mikið lið viðbragðsaðila sé boðað á staðinn með tilheyrandi hættu í umferðinn, óþægindum og kostnaði.