föstudagurinn 18. febrúar 2011

Eldur í bátaskýli við Þingvallavatn

Leiðin niður að vatninu væri hálfgerður óvegur, 500 metra langur og mjög brattur.
Þar að auki lægi snjór og ís yfir veginum.
Stuttu eftir tilkynninguna hafði slökkviliðsstjóri samband við Nesjar og fékk upplýsingar um að eldurinn sæist ekki lengur og því nær öruggt að hann væri slokknaður.

Dælubíl og vatnsbíl var snúið til baka en þeir voru komnir að Úlfljótsvatni. Varðstjóri brunavarna og lögreglumenn fóru á staðinn til að huga að fólki ef það væri í bústað við bátaskýlið

 

Þegar þeir félagar komu á vettvang var skýlið fallið.
Gufubað hafði verið innréttað í skýlinu og leikur grunur á að eldurinn hafi kviknað út frá ofninum í því.
Eigandinn að skýlinu var á staðnum en hann hafði kynti upp í gufubaðinu síðdegis en um kl. 19 varð hann var við eld í skýlinu sem var mannlaust.
Hann sá fljótt eð ekki var mögulegt að slökkva eldinn og lét þar við sitja og horfði á eldinn úr fjarlægð.
Ekki áttaði hann sig á nágrannavaktinni og því fór svo að viðbragðsaðilar fóru af stað þar sem allar svona tilkynningar eru teknar alvarlega hverju sinni.
Myndir á vettvangi: Guðmundur Karl Sigurdórsson, Sunnlenska.