Pétur Pétursson fimmtudagurinn 17. september 2015

Eldur í bifreið í Flóahrepp 17.9.2015

1 af 4

Litlu mátti muna að stórbruni yrði þegar eldur kviknaði í bifreið við verkstæði í dreifbýli vestur af Selfossi á þriðja tímanum í dag. Eldur kviknaði þar í bifreið er stóð nærri verkstæðishúsi.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá slökkvistöðinni á Selfossi brugðust við kallinu og slökktu eldinn. Bifreiðin er gjörónýt en húsið er að mestu óskemmt.