Pétur Pétursson mánudagurinn 11. desember 2017

Eldur í bíl í Kömbunum 11.12.2017 

1 af 3

Eldur kviknaði í bíl í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn frá starfsstöð Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði voru sendir á vettvang og slökktu þeir eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. 

Bíllinn er mikið skemmdur en brann þó ekki að öllu leiti. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafkerfi bílsins.