föstudagurinn 2. mars 2012

Eldur í bíl í Þrengslunum

1 af 3
Eldur í bíl í Þrengslunum.
Eldur kom upp í bíl á veginum milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar, nánar til tekið á brún Þrengsla ofan við Hlíðardalsskóla.
Einn maður var í bílnum og komst hann út klakklaust.
Hann tilkynnti til Neyðarlínu, 112 um eldinn.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn var bíllinn alelda og ónýtur.
Oftast er raunin sú með bíla ef ekki tekst að koma fljótt á staðinn., eða ná tökum á eldinum með slökkvitæki. Mörg eldfim efni eru í bílum.

Myndir með þessari frétt tók Þórir Tryggvason, varðstjóri BÁ